Danske bank hefur ekki unnið skýrslu um íslenskt efnahagslíf í fjörugur ár. Ástæðan er sú að stjórn efnahagsmála hér á landi verðskuldaði ekki faglega umfjöllun og tíma bankans og fjármunum betur varið í önnur mál. En nú hefur það breyst og Dansek bank birtir nú skýrslu stöðu sem kynnt var á fundi í morgun. Þar kemur fram að Danske bank telur að verulegur árangur hafi náðst við stjórn efnahagsmála hér á landi frá hruni, þrátt fyrir margvíslegt mótlæti og full ástæða sé til bjartsýni hvað það varðar verði áfram haldið á sömu braut. Lars Christensen, forstöðumaður greiningardeildar Danske Bank, segir að vissulega muni niðurstaða Icesave-kosninganna hægja á batanum sem fyrirsjáanlegur var með tilheyrandi afleiðingum fyrir lífskjör almennings í landinu en það er svo sem ekkert nýtt í þeim efnum. Hann gagnrýnir sömuleiðis framgöngu forseta Íslands sem hann telur ekki uppbyggilegt gagnvart umheiminum fyrir Íslands hönd. En það var ekki síður fyrirsjáanlegt enda erum við brennd af afskiptum forstans á þessu sviði frá fyrri tíð.
Lars Cristensen hvatti stjórnmálamenn sem og almenning á Íslandi að hætta að einblína á allt það vonda sem gerðist í kjölfar efnahagsstjórnar hægrimanna hér á landi. Nú er að hans mati kominn tími til að horfa til framtíðar. „Vorið er að koma, verið jákvæð“, sagði Lars Cristensen.
Hvað ætli formönnum stjórnarandstöðuflokkanna finnist um þetta? Ætli vorið sé líka að koma hjá þeim?
Vonandi dettur engum í hug að Lars Christensen þurfi á endurmenntun að halda.