kjosum.is

Hópur fólks úr ýmsum flokkum (hefur reyndar eitthvað bæst í hópinn frá því listinn var fyrst birtur í dag) hefur tekið sig saman um að safna undirskriftum gegn því að frumvarp til laga um lausn Icesave-málsins verði samþykkt á Alþingi. Þess í stað vill hópurinn að forseti Íslands endurtaki leikinn frá því í janúar 2010 og setji málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ekki hefur annað verið hægt að ráða úr viðtölum við aðstandendur hópsins í fjölmiðlum annað en að hér sé um þverpólitískan hóp að ræða sem sé hreint ekki sammála um hvaða leið eigi að fara í þessu máli.
Á heimsíðu undirskriftarlistans má sjá lista með nöfnum þeirra sem að undirskriftunum standa. En hvaða fólk er þetta? Hvaðan kemur það og hvert er það að fara, svo gripið sé til frasa úr íþróttaheiminum?
Flestir þessara einstaklinga hafa tekið þátt í þjóðfélagsumræðunni í gegnum árin með einum eða öðrum hætti og verið misáberandi. Þeirra þekktastir eru án efa Hallur Hallson fyrrum fréttamaður og nú heimastjórnarmaður á ÍNN. Af öðrum þekktum einstaklingum má nefna þá Jón Val Jensson sem er kunnur fyrir öfgafull skrif sín á netinu og síðan Loft Altice Þorsteinsson sem bauð sig fram til formennsku í sjálfstæðisflokknum á sínum tíma. Loftur er einnig í hópi þeirra örfáu sem gengið hefur fram af þeim á mogga-blogginu sem endaði með því að lokað var á síðuna hans þannig að hann flutti sig á nýjan vettvang þangað sem betur var tekið á móti honum.
Allt eru þetta vel kunnir hægri-öfgamenn en það sjálfsagt ekki við um alla hina.
En lítum aðeins nánar á hópinn, hvaðan hann kemur og fyrir hvað hann stendur, svo langt sem það nær:
Axel Þór Kolbeinsson

Baldur Ágústsson

Borghildur Maack

Frosti Sigurjónsson

Guðmundur Ásgeirsson

Halldóra Hjaltadóttir

Hallur Hallsson

Helga Þórðardóttir

Jón Helgi Egilsson

Jón Valur Jensson

Loftur Altice Þorsteinsson

Rakel Sigurgeirsdóttir

Sigurbjörn Svavarsson

Sveinn Tryggvason

Sveinn Óskar Sigurðsson

Viktor J. Vigfússon

Þorvaldur Þorvaldsson