Á forsíðu Daskrárinnar hér fyrir norðan má sjá auglýsingu frá Levi´s búðinni sem ber yfirskriftina „Leitin að flottasta Levi´s rassinum“. Tilefnið er ný lína í Levi´s gallabuxum en kjörorð Levi´s virðist vera ef marka má auglýsinguna að það sé lögunin frekar en stærðin sem skiptir máli og er þá sennilega átt við lögun á rassgati þess sem fer ígallabuxurnar frekar en annað. Til að undirstrika þetta er mynd á forsíðunni af þrem ungum stelpum sem eiga líklega að gefa til kynna með lögun sinni eftir hverju sé verið að leita. Á vefsíðunni helginn.net er nánar sagt frá því hvernig keppnin fer fram og að áhugasamir geti sent mynd af rassgatinu á sér í Levi´s gallabuxum á netfangið helginn@net.is
ER EKKI ALLT Í LAGI!