Umræða um þingsályktunartillögur um málshöfðun gegn fyrrum ráðherrum er að taka nýja en alls ekki óvænta stefnu. „Atlanefndin“ svo kallaða er sökuð um að leyna gögnum og reyna þannig að koma í veg fyrir að þingmenn geti myndað sér skoðun byggða á traustum heimildum. Tilgangur með þessu er annarsvegar að tortryggja niðurstöðu nefndarinnar, sá fræjum efasemdar og tortryggni og hinsvegar er með þessu verið að reyna að eyðileggja málið með því að opinbera gögn sem jafnvel gætu eyðilagt málssókn gegn ráðherrunum fyrrverandi eða skaðað hana verulega. Ráðherrarnir fyrrverandi beina spjótum sínum að formanni nefndarinnar, Atla Gíslasyni og saka hann jafnvel um einbeittan ákæruvilja gegn þeim sem málið snýr að, líkt og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gerir. Með því að beina spjótum sínum að formanni nefndarinnar er sömuleiðis farið í manninn en ekki boltann, eins og sagt er. Málið er persónugert en málefnið sjálft látið lönd og leið. Ingibjörg bætir síðan um betur og segist nú vera ofsótt sem kona en ekki stjórnmálamaður og sé komin að suðumarki vegna karlasamstöðunnar gegn sér og öðrum konum. Tilgangurinn auðvitað enn og aftur að dreifa athyglinni frá því hvað hún hugsanlega gerði og/eða gerði ekki sem einn af valdamestu stjórnmálamönnum í aðdraganda hrunsins. Fleiri úr þéttasta stuðningsmannaliði Ingibjargar Sólrúnar eru ú þessum gír á meðan aðrir þingmenn Samfylkingarinnar reyna að gera upp fortíðina af heiðarleika.
Þingmaður sjálfstæðisflokksins segir að fyrst til standi að ákæra fyrrum ráðherra fyrir sinn hlut í hruninu eigi líka að sækja núverandi ráðherra fyrir önnur mál, mál sem jafnvel ólokin mál. Með þessu er verið að reyna að beina sjónum almennings frá kjarna málsins að aukaatriðum og óskildum málum, í þessu tilfelli af þeim sem ættu að hafa hljótt og fagna hverri stundu sem þeir ná að halda sér utan kastljóss fjölmiðla. Eru sjálfstæðismenn kannski til í að styðja þingsályktunartillögu um að fyrrum ráðherrar flokksins verði færðir fyrir landsdóm ef núverandi ráðherra fljóti líka með?? Er það málið??
„Atlanefndin“ er ekki nefnd Atla Gíslasonar, þó hann hafi stjórnað henni og stýrt með miklum sóma. Niðurstaða nefndarinnar lýsir ekki „einbeittum ákæruvilja Atla“ eins og Ingibjörg Sólrún heldur fram. Þingsályktunartillaga meirihluta nefndarinnar er ekki „Atla-tillagan“ eins og ég hef heyrt þingmenn halda fram í þeim tilgangi að persónugera þetta stóra mál.
Þingmannanefndin er skipuð 9 þingmönnum úr öllum stjórnmálaflokkum á Alþingi. Sjö af þessum níu þingönnum eru sammála um að vísa málum þriggja fyrrverandi ráðherra til landsdóms. Fimm af þessum sjö vilja síðan að fjórði ráðherrann verði einnig færður fyrir landsdóm vegna sinna mála af sama tilefni. Með öðrum orðum; allir nefndarmenn, utan tvo fulltrúa sjálfstæðisflokksins, vilja að landsdómur taki mál þriggja ráðherra fyrir og fimm nefndarmenn að ráðherrarnir sem landsdómur fær til sín fyrrverandi verði fjórir. Það er sem sagt vilji allra nefndarmanna, utan sjálfstæðismannanna tveggja, að ákæra Geir H, Haarde, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Árna M. Mathiesen og meirihluti nefndarinnar vill bæta Björgvini Guðna Sigurðarsyni í þann hóp.
Þeir sem vilja ákæra þrjá fyrrverandi ráðherra eru fulltrúar Samfylkingarinnar í nefndinni, þau Magnús Orri Schram og Oddný Harðardóttir. Þeir nefndarmenn sem vilja ákæra fjóra fyrrverandi ráðherra eru framsóknarmennirnir Eygló harðardóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, Birgitta Jónsdóttir úr Hreyfingunni og þau Atli Gíslason og Lilja Rafney Magnúsdóttir frá Vinstri grænum.
Það er eins og þetta hafi gleymst og þeir sem vilja tortryggja málið koma í veg fyrir að það nái fram að ganga hafi í bili tekist að beina sjónum fjölmiðla frá kjarna þess.
Það er nánast hægt að þreifa á vanþóknun samfélagsins gagnvart Alþingi þessa daganna. Ástæðan er skiljanleg: Þingið í heild sinni virðist ekki geta klárið jafn auðvelt mál og að andstæðingum málsins á Alþingi hefur tekist að draga það ofan í pólitíska svað þegar til annars er ætlað og erfiðum tímum í sögu þessa lands. Íslensku almenningur hefur mátt þola mikið að undanförnu. Atvinnuleysi, eignamissir, skuldsöfnun, vöruhækkanir og almenn lífskjaraskerðing er afleiðingar efnahagshrunsins sem rekja má til vondrar efnahagsstjórnar sem er á ábyrgð stjórnmálamanna. Það fer ekkert uppgjör fram nema þeir stjórnmálamenn standi frami fyrir sínum gerðum eins og allir aðrir. Hrunið verður að gera upp frá öllum hliðum ef við ætlum á annað borð að læra eitthvað af því. Er hægt að ætlast til minna af stjórnmálamönnum en að þeir standa frami fyrir gerðum sínum á meðan almenningur greiðir fyrir afglöpin?