Alþingi hafnaði í dag vantrausttillögu Þórs Saari og var það í annað skipti sem vantraust á ríkisstjórnina er fellt á þessu kjörtímabili og nú með meiri mun en áður. Reyndar má segja að um þriðja skipti sé að ræða en Þór og félagar hans í stjórnarandstöðunni báðust vægðar fyrir stuttu og drógu fyrir fram fellda tillögu um vantraust til baka á síðustu stundu, þrátt fyrir að vera hvattir áfram af stjórnarliðum til að leggja hana fram. Ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar stendur því traustum fótum, með óumdeilt umboð þingsins til áframhaldandi starfa fram að kosningum.
Stjórnarandstaðan hefur því í þrígang verið rassskellt með eigin vendi og er eftir það ekki í neinni stöðu til að þvælast fyrir störfum þingsins eða tefja og eyðileggja mál sem þarf að afgreiða fyrir þinglok. Vonandi skilja þingmenn stjórnarandstöðunnar skilaboð dagsins eins og þau blasa við öðrum.
Þeirra tími er liðinn og það fyrir löngu.