Lífeyrissjóðirnir hafa ekki haft um marga fjárfestingarkosti að ræða frá Hruni þegar svo til öll skráð félög í landinu urðu gjaldþrota. Nú hafa þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna afgreitt frumvarp til þingsins um rýmri heimildir lífeyrissjóðanna til að fjárfesta í óskráðum hlutafélögum. Samkvæmt núgildandi lögum er lífeyrissjóðunum heimilt að fjárfesta fyrir allt að 20% af heildareign sjóðanna en verði frumvarpið að lögum verður heimildin hækkuð í 25%. Þetta gerir það að verkum að lífeyrissjóðirnir geta fjárfest fyrir um 120 milljarða í óskráðum félögum til viðbótar því sem fyrir er sem mun án nokkurs vafa hafa verulega góð áhrif fyrir atvinnulífið í landinu.
Svo eigum við eftir að sjá hvernig frumvarpinu reiðir af í þinginu, hverjir munu styðja það og hverjir finna því allt til foráttu.