Icesave - stutta útgáfan

Icesave-reikningarnir voru innlánsreikningar í Bretlandi og Hollandi sem buðu upp á hærri vexti en aðrir bankar

Landsbankinn opnaði útibú í Bretlandi síðla árs 2006 (bls. 7) og Hollandi vorið 2008 (bls. 54)

Innstæður á Icesavereikningunum um 1.250 milljarðar við Hrunið (bls. 3) og viðskiptavinirnir um 350 þúsund

Icesave var orðið til vandræða í byrjun árs 2008 (bls. 11).

Ríkisstjórnin gerði samkomulag um málið við Breta og Hollendinga haustið 2008

Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu um að semja um málið haustið 2008

Samningur um málið lá fyrir haustið 2008

Samningur með fyrirvara um samþykki Alþingis lagður fram 2009

Lög um lausn málsins samþykkt með fyrirvörum í ágúst 2009

Bretar og Hollendingar hafna fyrirvörunum

Ný lög samþykkt á Alþingi 30. desember 2009

Lögin felld í þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars 2010

Nýr samningur gerður 2010

Ný lög samþykkt á Alþingi 2011 með miklum meirihluta atkvæða

Lögin felld í þjóðaratkvæðagreiðslu í apríl 2011

ESA höfðar mál gegn Íslandi vegna brota á tilskipun og jafnræði

Dómur fellur Íslandi í hag 28. janúar 2013

Framhaldið: Bretar og Hollendingar fá Icesave-skuldina að fullu greidda með eignum þrotabús Landsbankans ásamt vöxtum frá haustinu 2008 til 22. apríl 2009.