Það tapa allir - (nema kannski einn)

Icesave er afsprengi einkavæðingar bankanna á sínum tíma og er fyrir löngu orðið að táknmynd þess versta sem Hrunið haustið 2008 leiddi af sér. Það dafnaði í skjóli ónýts regluverks fjármálakerfisins, tók út þroska í faðmi spilltra stjórnmála- og viðskiptamanna og naut velþóknunar á æðstu stöðum fram á lokadag. Margir líta á Icesave-málið líkt og kappleik milli stjórnmálamanna og bíða niðurstöðu dómsins á morgun með því hugarfari. Bíða þess að geta lýst yfir sigri. En það getur enginn unnið í þessu ömurlega máli. Það tapa allir, mest þó þjóðin sem hefur liðið fyrir málið jafnt á heimavelli sem á alþjóðavettvangi.

Mér segir þó svo hugur að æðardúnsbóndinn á Bessastöðum muni verða loddaraskapnum trúr og krýna sjálfan sig sigurvegara um hádegisbilið á morgun – sama hvernig „leikurinn“ fer.

Enda er honum málið skylt.