Börn og klám

Innanríkisráðherra hefur falið réttarfarsnefnd að vinna frumvarp til almennra hegningarlaga í þeim tilgangi að þrengja og skerpa skilgreiningu á klámi. Nefndinni er m.a. ætlað að taka mið af ákvæðum norskra hegningarlaga í þessu sambandi. Í núgildandi hegningarlögum er ekki að finna skilgreiningu á hugtakinu klám, sem getur m.a. leitt til þess að erfitt getur verið að bregðast við brotum gegn lögunum að þessu leyti eða koma í veg fyrir  brot. Ráðuneytið mun einnig setja á laggirnar sérstakan starfshóp sem ætlað er að kortleggja úrræði  lögreglu vegna dreifingar á klámi á netinu. Starfshópurinn á sömuleiðis að gera tillögur að breytingum sér í lagi með það í huga að verja börn gegn klámi og ofbeldi því tengdu. Í þessum starfshópi munu m.a. sitja fulltrúar frá lögreglunni, ríkissaksóknara og Póst- og fjarskiptastofnun, auk þess sem hópnum verður gert að vinna í nánu samráði við fjarskiptafyrirtæki, fjölmiðlanefnd, réttarfarsnefnd og SAFT.

Það tala margir gegn þessum hugmyndum af talsverðri  hörku, að sögn til að verja tjáningarfrelsi og berjast gegn ritskoðun.