Ég kynntist Friðþjófi fyrst árið 1988, þegar Þórarinn Eldjárn leiddi okkur saman. Friðþjófur er afar áhugaverður að mörgu leiti og ótæmandi uppspretta allskyns vangavelta um lífið og tilveruna. Ég hef allt frá því leiðir okkar lágu saman og þá í nánu samstarfi við til þess bæra aðila krufið sálarlífið hans til mergjar og reynt að skyggnast inn í flókin og margslunginn hugarheim Friðþjófs. Fyrir utan augljósa breyskleika hans, allt af því galla, er hann augljóslega með athyglisbrest auk þess sem að dansa á rófi alls þess sem best er þekkt af því verst sem vitað er um. Flestum finnst okkur því létt að finna samsvörun með Friðþjófi og það er auðvelt að fyrirgefa honum asnaskapinn og sættast við hann, þrátt fyrir að hann fari stundum yfir strikið.
Þannig er það yfirleitt með apaketti eins og Friðþjóf forvitna.