Styrkur stjórnarinnar

Ég heyrði stjórnmálafræðing lýsa stöðu ríkisstjórnarinnar þannig í gær að hún væri á horrimminni, við það að falla og það yrði henni mikið áfall ef hún kæmi ekki tilteknum málum í gegn fyrir kosningar.

Þvílíkt rugl! Hvernig væri að leggja mat á þann málafjölda og breytingar á ýmsum stórum málum sem ríkisstjórnin hefur fengið samþykkt á Alþingi og þess árangurs sem hún hefur náð á kjörtímabilinu í stað þess að spá henni alltaf djöfli og dauða?

Tökum smá snúning á því:

Ísland hefur verið leyst úr alþjóðlegri einangrum sem það var í árið 2009 (fyrir þrem árum)

Ísland lýtur ekki lengur hryðjuverkalögum annarra þjóða.

Íslendingar hafa nú yfir nægum gjaldeyri að ráða til að afla sér nauðsynja erlendis frá sem það hafði ekki við upphaf kjörtímabilsins.

Ríkisstjórnin hefur komið öllum fjárlögum í samræmi við áætlanir þar um.

Atvinnleysi sem spáð var að færi í tugi prósenta er það minnsta í Evrópu:

Hagvöxtur er sá mesti í Evrópu.

Samþykktar hafa verið umfangsmestu skattkerfisbreytingar sem átt hafa átt hafa sér stað hér á landi, skattar færðir ofar í tekjuskalann og fyrirtækjaskattar færðir nær því sem á á sér stað í öðrum löndum.

Tekist hefur að verja menntakerfið í landinu og styrkja stöðu námsmanna þrátt fyrir Hrunið mikla.

Tekist hefur að verja velferðarkerfið betur er þekkist í nokkru öður landi.

Heilbrigðiskerfið hefur verið varið umfram annað.

Kaupmáttur launa eykst hraðar hér en í öðrum löndum.

Lög um veiðigjöld voru samþykkt sem eiga eftir að vera fyrirmynd af sambærilegri lagasetningu varðandi nýtingu annara sameiginlegra þjóðarauðlinda.

Ég hef ekki tíma til að telja meira upp að sinni sem væri mjög auðvelt að gera en minni á að verðbólga var í 20% fyrir tæpum fjórum árum og vextir sömuleiðis ef einhver er búinn að gleyma því.

Ég hef ekki heyrt stjórnmálafræðinga greina þann árangur eða sigra sem hefur unnist á kjörtímabilinu. Þess í stað eru þeir alltaf að spá fram í tímann og ævinlega því sama: Að ríkisstjórnin sé á horrimminni og komi engu fram og það verði henni áfall ef hún kemur ekki tilteknum málum í gegn fram að kosningum. Það eru tæpir fjórir mánuðir eftir að kjörtímabilinu og það mun ekkert mál verða þessari ríkisstjórn áfall héðan í frá á þessum stutta tíma. Stærstu sigrarnir hafa þegar verið unnir þegar betur er að gáð. Í því felst styrkur stjórnarinnar.

Það er vissulega rétt að stjórnarmeirihlutinn er tæpur á Alþingi eftir að Jón Bjarnason gekk úr liðinu við afgreiðslu fjárlaga. Það er þó bara til eitt svar við styrkleika stjórnarinnar sem er að bera fram vantraust á hana. Hversvegna ber stjórnarandstaðan ekki upp þannig tillögu ef hún telur sig vera sterkari en stjórnin? Hvaða aumingjaskapur er það?

Af hverju reyna stjórnmálaskýrendur ekki að skýra það út fyrir okkur?