Brennivín og stjórnmál

Nú stendur yfir loka umræða um fjárlög næsta árs. Fjárlagafrumvarpið hefur verið til umfjöllunar í fjárlaganefnd í ríflega þrjá mánuði og tekið ýmsum breytingum. Meginmarkmið þess hafa þó haldið, þ.e. að reka ríkið nánast hallalaust á næsta ári eða sem nemur einum hundraðasta hluta þess sem var í byrjun árs 2009.

Einu breytingarnar sem hafa verið gerðar á frumvarpinu koma frá meirihlutanum. Minnihlutinn hefur ekkert lagt fram í þeim efnum – að einni tillögu undanskilinni. Þeir leggja sem sagt til að fallið verði frá því að hækka brennivín og tóbak. Það er nú þeirra framlag í ár.

Þeim er brennivín reyndar hugleikið eins og kom m.a. fram í ársbyrjun 2009 þegar allt var hrunið í hausinn á okkur. Fyrsta mál á dagskrá þegar þing kom saman eftir jólaleyfi var – jú, brennivín í búðir!

Hvað er þetta með sjálfstæðismenn og brennivín?