Talsmenn hins hefðbundna atvinnulífs eru ekkert sérstaklega jákvæðir framtíðinni. Þeim virðist öðrum fremur lagið að draga upp dökka mynd af því sem framundan er og sjá sjaldan ljóstýru í myrkrinu.
Icelandair tilkynntu um það í gær að félagið hygðist kaupa 12 nýjar farþegaþotur sem áætla má að kosti um 150 milljarða íslenskra króna. Félag sem ræðst í svo risavaxnar fjárfestingar er ekki að stefna inn í hyldýpi svartrar framtíðar. Þvert á móti mætti ætla að ákvörðun félagsins sé byggð á framtíð sem vert er að fjárfesta í.
Það hefur því vakið undrun mína að heyra hvergi fagnaðarlæti og húrrahróp úr ranni ferðaþjónustunnar yfir ákvörðun Icelandair. Er málið þeim þó skylt. Ég sé ekkert slík á vef Samtaka ferðaþjónustunnar. Og ekki heldur á vef Samtaka atvinnulífsins. Ég finn hvergi neitt jákvætt haft eftir talsmönnum þessara aðila um 150 mia.kr. fjárfestingu Icelandair (kann að hafa farið framhjá mér). Þeir hafa þó oft verið viljugir til að tjá sig um eitt og annað, t.d. hér og hér.
Kannski eru jákvæðar fréttir þeim ofviða og utan þeirra heimsmyndar sem þau eru vön að draga upp fyrir sér og sínum?
Þar skilja leiðir með þeim og Icelandair.