Einum vonbrigði en öðrum gleðiefni

Úrslit forvalsins í Reykjavík eru mér eðlilega vonbrigði enda markmiðið sett á annað. Ég vissi þó allan tímann að á brattann yrði að sækja og því gæti brugðið til beggja vona með niðurstöðuna. Sem og varð.

Mér telst svo til að rétt um hundrað manns hafi skráð sig í Vinstri græn til að styðja mig í forvalinu. Ég á ekki bakland gamalla vina, skóla- eða samstarfsfélaga, ættingja eða fjölskyldu í Reykjavík sem ég gat treyst á eins og oft er gert í svona vali. Ég varð því að reiða mig á stuðning hins almenna félaga í Vinstri grænum en hafði ekki erfiði sem erindi og því fór sem fór.

Ég þakka hinsvegar þeim liðlega helmingi félagsmanna sem kaus að styðja mig með einum eða öðrum hætti í forvalinu sem og öllum sem hafa talað mínu máli.

Það sem er einum vonbrigði kann að gleðja aðra eins og gengur.

Það kemur í hlut annarra að taka slaginn við þá næsta vor.