Guðlaugur Þór Þórðarson er líklega mesti "survivor" íslenskra stjórnmála. Fyrir nærri fjórum árum var Guðlaugur Þór ímynd hins spillta stjórnmálamanns eftir að hafa tekið við háum greiðslum frá stórfyrirtækjum í landinu bæði fyrir sig persónulega og flokkinn hans. Að núvirði má ætla að hann hafi sjálfur þegið u.þ.b. 40 milljónir í eigin vasa og 75 milljónir fyrir Flokkinn í þeim tilgangi að viðhalda völdum sér og umbjóðendum sínum til framdráttar. Mér vitanlega hefur hann ekki enn gert þessi mál sín upp að fullu og því er enn á huldu hvaðan allir þessir peningar komu eða hverjir kostuðu hans til þings á sínum tíma.
Guðlaugur Þór var heilbrigðisráðherra í aðdragana Hrunsins og skyldi við heilbrigðiskerfið í rjúkandi rústum eins og blasir við öllum sem þau mál þekkja. Nægir þar að nefna Landspítalann í því sambandi.
Nú er þetta hinsvegar allt gleymt og grafið. Guðlaugur Þór hefur unnið markvisst að því að bæta ímynd sína hylja pólitíska slóð. Nú markaðssetur hann sig sem bjargvætt heimilanna í landinu, vin litla mannsins og gæslumanns þeirra sem fóru verst út úr Hruninu – sem hann þó ber mikla ábyrgð á.
Það verður ekki af honum tekið að honum hefur tekist vel upp við að þessu leiti. Hann hefur af dugnaði og eljusemi náð að skapa sér nýja stöðu í Flokknum og fólk virðist almennt trúa því sem hann hefur fram að færa. Árangurinn er sá að hann er talinn líklegur sigurvegari (ásamt Hönnu Birnu) í prófkjöri flokksins í Reykjavík um næstu helgi sem gerir hann einum valdamesta manni Flokksins.
Hver hefði trúað því fyrir tæpum fjórum árum?