Hvað hefur RÚV að fela?

Þingmaður sjálfstæðisflokkinn krefst svara við afar mikilvægum spurningum á Alþingi. Spurningum sem lengi hafa brunnið á þjóðinni. Hann vill fá að vita hvaða prestar hafa annast guðþjónustur sem útvarpað hefur verið á RÚV og ekki síst hvað þeir hafa talað lengi, hver og einn.

Hver vill ekki vita það?

Við eigum auðvitað öll skilyrðislausan rétt á þessum upplýsingum enda varðar þetta okkur öll. Alla þjóðina eins og hún leggur sig.

Þingmaðurinn vill sömuleiðis draga fram í dagsljósið í hvaða þáttum í útvarpi og sjónvarpi hafi verið fjallað um nýafstaðna þjóðaratkvæðagreiðslu og sem ekki er minna mikilvægt, þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave árið 2010. Þessu til viðbótar spyr þingmaðurinn við hvaða fólk var rætt í þessum þáttum og síðast en ekki síst þeirrar grundvallar spurningar, hverjir stýrðu þáttunum.

Er nema von að spurt sé? Hversvegna hefur RÚV reynt að halda þessum upplýsingum leyndum fyrir þjóðinni? Af hverju eru upplýsingar um prestana aðgengilegir á vef RÚV? Af hverju er ekki mínútuteljari á vef RÚV sem mælir hverja mínútu, jafnvel telur hvert orð eða atkvæði sem prestar láta frá sér á þessum vinsæla dagskrárlið? Hversvegna er ekki búið að birta nauðsynlegar upplýsingar um viðmælendur RÚV um þjóðaratkvæðagreiðslurnar? Þarf virkilega að draga allar þessar upplýsingar út úr þessari stofnun með töngum?

Þingið vill fá upplýsingar um prestana, viðmælendurna og spyrlana, nú þegar og undanbragðalaust!

Til hvers þessi leyndarhjúpur, Páll Magnússon?

Hvað hefur RÚV að fela?

PS: Stundum veit maður ekki hvort maður á að hlæja eða gráta …