Sigurvegari helgarinnar

Magnús Orri Schram er ótvíræður sigurvegari prófkjara helgarinnar. Níu af hverjum tíu sem þátt tóku í prófkjöri Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi greiddu þessum sívaxandi stjórnmálamanni atkvæði sitt. Það hlýtur að vera fátítt að þingmaður fái svo afgerandi stuðning í prófkjöri. En sjaldgæfara er að þingmaður verðskuldi svo mikla og þétta fylkingu að baki sér. En það gerir Magnús Orri svo sannarlega. Því hef ég kynnst af samstarfi mínu við hann.

Magnús Orri Schram er nú kominn í forystusveit Samfylkingarinnar og mun í framtíðinni, ef hann fetar sig jafn örugglega áfram á hálu svelli stjórnmálanna og hann hefur hingað til gert verða í fremstu röð íslenskra stjórnmálamanna.

Það er ekkert nema gott um það að segja.