Barni Ben segir að ef sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda muni hann bæta lífskjörin með því að lækka skatta, hefja sókn í atvinnumálum og gjörbreytta forgangsröðun málefna.
Skoðum þetta aðeins betur.
Skattabreytingar frá Hruni hafa miðast af tvennu: Að afla ríkinu tekna til að standa undir rekstrinum eftir Hrunið og hinsvegar að jafna lífskjörin í landinu. Með öflun nýrra tekna fyrir 117 mia.kr. frá Hruni hefur tekist að koma í veg fyrir niðurskurð í velferðarkerfinu fyrir sömu upphæð. Með þrepaskiptu skattkerfi, auknu skatthlutfalli samhliða auknum launum hefur tekist að gera skattkerfið sanngjarnara og í takt við það sem annarsstaðar gerist. Enn sem komið er erum við samt enn talsvert undir því sem gerist í viðmiðunarlöndum okkar, t.d. varðandi skatta á fyrirtæki sem sýnir enn betur en áður hversu fáránlegt skattkaerfi við bjuggum við fyrir Hrun.
Þessu ætlar Bjarni litli að breyta ef þjóðin færir honum til þess völd.
En hvað ætla svo? Hvar ætlar hann að skera niður á móti minni tekjum? Hvernig ætlar hann að bæta sveitarfélögum upp tapið (þau fá hlutfall í skatttekjum í sinn hlut)? Hvaða rök eru fyrir því að gera fyrirtæki aftur skattfrí? Hvernig ætlar hann að réttlæta það að stóreigna- og hátekjufólk verði aftur fært niður til þess sem var fyrir Hrun? Verði það gert mun ekki finnast lægri skattprósenta á þann þjóðfélagshóp í víðri veröld. Ísland verður þá aftur eins og Tortóla norðursins, skattaskjól fyrir þá sem tíma ekki að taka þátt í rekstri samfélagsins.
Tillögur Bjarna snúast því um að gera skattakerfið aftur ósanngjarnt, auka aftur á ójöfnuð, draga úr tekjum ríkis og sveitarfélaga og auka niðurskurð í velferðarkerfinu. Það er hin breytta forgangsröðun sem formaður sjálfstæðisflokksins boðar að verði fái hann einhverjum ráðið.
Hann þorir bara ekki að segja það.