Hjúkrunarheimilinu Eir var stjórnað af mönnum sem vissu í hvaða átt það stefndi. Þeir nörruðu eldra fólk til að setja háar upphæðir, oft ævisparnaðinn í fjárfestingu sem ekki var til. Með gerðum sínum gætu þeir valdið því að stór hópur eldri borgara verði siptir öllu sínu.
Þetta er ekki bara dæmi um tæra spillingu heldur lítur út fyrir að um sé að ræða skipulagða glæpastarfsemi.
Það er því fullkomlega eðlilegt að fólk leiði hugann að því að kæra stjórnendurna til lögreglu.
Annað eins hefur nú verið gert og oft af minna tilefni.