Það hafa mörg gullkornin fallið í umræðum um þjóðaratkvæðagreiðsluna síðustu daga. Vigdís Hauksdóttir sagði til að mynda að þingmenn mættu ekki falla í þá gryfju að vera meðvirkir þjóðinni og Birgir Ármannsson telur þjóðina ekki endilega hafa verið að upplýsa um vilja sinn í málinu heldur eitthvað allt annað.
Orð gær dagsins á hinsvegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í umræðum á þinginu um þjóðaratkvæðagreiðsluna um nýja stjórnarskrá :
„Það er augljóst að þjóðin vill m.a. auðlindaákvæði í stjórnarskrá, það höfum við sjálfstæðismenn stutt, þetta á ekki að vera vandamál.“
Sem sagt: Ef það er ekki vandamál fyrir Flokkinn er það ekki vandamál fyrir þjóðina!