Svört skýrsla um Orkuveitu Reykjavíkur kemur til viðbótar öðrum sambærilegum skýrslum um afglöp og misferli með opinbert fé.
Það er eins og ekkert geti gengið upp á þeim vettvagni þar syðra. Það er eins og allar áætlanir hafi verið og séu enn á froðu reistar. Það er eins og þar hafi enginn haft yfir nokkru viti að ráða til að fara með almannafé.
Þó leiðist þeim ekki að gagnrýna og tortryggja rekstur og framkvæmdir á landsbyggðinni þegar það á við. Eru þó engin álíka dæmi um gegndarlaust klúður þar líkt og í og við höfuðborgina.
Þetta getur ekki leitt nema til eins:
Að öll opinber fjármálastarfsemi verði bönnuð á höfuðborgarsvæðinu.