Málefni Ríkisendurskoðunar

Ríkisendurskoðun hefur árum saman trassað að skila þinginu niðurstöðu úttektar á stóru máli, þrátt fyrir eftirgangssemi. Í vinnuferlinu kemst Ríkisendurskoðun að því að um mikla misbresti er að ræða varðandi málið og margt er við það að athuga jafnt hvað kostnað, gæði, öryggi og fagmennsku varðar. Samt vekur stofnunin aldrei athygli Alþingis á málinu, hefur þó haft greiða leið að þinginu allan þann tíma. Alþingi fær því ekki nauðsynlegar upplýsingar um alvarlegt mál í rekstri ríkisins og getur þ.a.l. ekki brugðist við. Á þessu hefur stofnunin ekki gefa neinar viðhlítandi skýringar. Þetta er megin ástæðan fyrir því trúnaðarrofi sem orðið hefur á milli Alþingis og Ríkisendurskoðunar.

Það heyrir nú undir Alþingi og þá væntanlega einnig Ríkisendurskoðun að grípa til ráðstafana svo endurheimta megi nauðsynlegt traust á milli þingsins og einnar af mikilvægustu undirstofnunum þess.

Það hefði mátt ætla að um þetta væru allir sammála hvar í flokki sem þeir standa og ekki væri deilt um svo alvarlegt mál sem hér um ræðir. Það kemur því verulega á óvart að framsóknar- og sjálfstæðisflokkurinn kýs að fara með þetta mikilvæga mál í hefðbundnar skotgrafir stjórnar og stjórnarandstöðu.

Fyrir því eru hinsvegar engar málefalegar forsendur.