Jóhanna Sigurðardóttir er fyrirmyndar stjórnmálamaður. Hún hefur aldrei látið af trú sinni á jöfnuð og réttlæti og alltaf haft það í forgrunni allra sinna ákvarðana á vettvangi stjórnmálanna. Henni var falið eitt erfiðasta hlutverk sem nokkur stjórnmálamaður hefur tekið að sér á síðari tímum. Eftir fullkomið Hrun Íslenska efnahagsmála og í kjölfarið uppljóstrana um gríðarlega spillingu í viðskiptum og stjórnmálum hér á landi var henni falið að reisa landið við og leggja grunn að nýju og betra samfélagi. Til þeirra verka hefur hún haft í sínu liði harðsnúnari stjórnmálamenn en áður hefur þekkst sem í sameiningu tókst nánast hið ómögulega; að bjarga Íslandi frá örbirgð.
Sjálfur hef ég ekkert nema gott um Jóhönnu að segja og mun ekki bera henni annað en góð orð.
Að því undanskildu að hún getur stundum verið andskotanum þverari.