Kaup Brim hf á öflugu og glæsilegu skipi er enn einn vitnisburðurinn um góðan gang og bjarta framtíð í sjávarútveginum. Kaup Síldarvinnslunnar á Bergi-Huginn, nýtt skip Ísfélagsins í Eyjum (sjá má ágætt tónlistarmyndband því tengdu hér), kaup Síldarvinnslunar á skipi sl. vetur, endurbætur á skipum Samherja og nú kaup Brim hf sýna fjárfestingar upp á hátt í 20 milljarða króna á skömmum tíma og er þá ekki allt til talið. Samt er því stöðugt haldið fram að fjárfesting í sjávarútvegi sé við frostmark og gríðarleg óvissa hái útgerðinni. Fátt er eins fjarri sanni.
Brim hf. gerir út tvo öflugustu frystitogara landsins, Guðmund í Nesi og Brimnes auk Kleifabergsins, míns gamla góða skips. Með kaupunum á nýja skipinu verður Brim hf með einn nýjasta og kraftmesta flota landsins sem undirstrikar skýra framtíðarsýn eigenda fyrirtækisins.
Það er ekki vælinn á þeim bænum.