Þarf ekki að spyrja um það ...

Ragnheiður Elín Árnadóttir hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um kosnaðinn við Landsdóm sem dæmdi fyrrverandi formann sjálfstæðisflokksins sekan um afglöp við landsstjórnina sl. vor. Markmiðið með fyrirspurninni er án efa að reyna að sýna fram á að kostnaðurinn við dómsmál af þessu tagi sé svo mikilli að ekki sé hægt að réttlæta málssókn gegn stjórnmálamönnum eins og Geir. En það er um að gera að fá þann kostnað fram.

Hitt liggur að mestu fyrir hver kostnaðurinn af afglöpum formannsins fyrrverandi er orðin fyrir þjóðina. Fólk finnur það á eigin skinni á stórhækkuðum lánum sínum, atvinnuleysi, gjaldþrotum og annarri óáran sem hent var í þjóðina haustið 2008.

Það þarf ekki að leggja fram neina fyrirspurn um það.