Miklar vangaveltur eiga sér nú stað um eftirmann Ólafar Nordal í varaformennsku Flokksins. Af atburðarrásinni að dæma er sýnt að Ólöf beið með að tilkynna ákvörðun sína þar til formaðurinn var búinn að losa sig við Ragnheiði Elínu. Af viðbrögðum hennar að dæma var henni ekki haldið upplýstri um hvað í vændum var og því augljóst að hvorki formaðurinn né núverandi forysta Flokksins ætla henni stórt hlutverk í forystusveitinni.
En hverjir úr þingliði Flokksins gætu verið líklegir til að setjast í sæti Ólafar Nordal? Skoðum það aðeins betur.
- Árni Johnsen
- Plúsar: Traustur Flokksmaður. Kann á gítar.
- Mínusar: Kyn. Aldur. Fortíðardraugar. Nýtur ekki trausts í flokknum.
- Ásbjörn Óttarsson
- Plúsar: Nýr þingmaður. Góður og gegn drengur. Vel liðinn út fyrir raðir flokksins.
- Mínusar: Kyn. Umdeildar ólöglegra arðgreiðsla úr fyrirtæki sínu
- Birgir Ármansson
- Plúsar: Góður og gegnheill drengur.
- Mínusar: Kyn. Fáir aðrir. Þó ekki talin líklegur framtíðarleiðtogi
- Bjarni Benediktsson
- Formaður
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Plúsar: Ágætis náungi og almennt vel liðinn. Skeleggur talsmaður Flokksins.
- Mínusar: Aldur. Kyn. Ólíklegur framtíðarleiðtogi.
- Guðlaugur Þór Þórðarson
- Plúsar: Skeleggur talsmaður flokksins.
- Mínusar: Kyn. Styrkjakóngur Alþingis. Landsfundur vill að hann fari af þingi vegna spillingar. Nýtur hvorki traust utan né innan Flokksins.
- Illugi Gunnarsson
- Plúsar: Fjölmargir.
- Mínusar: Kyn. Sjóður 9.
- Jón Gunnarsson
- Plúsar: Í liði formannsins. Ákafur talsmaður Flokksins.
- Mínusar: Aldur og kyn. Ekki líklegur framtíðarleiðtogi.
- Kristján Þór Júlíusson
- Plúsar: Duglegur og traustur Flokksmaður. Er annar varaformaður. Hefur unni mikið að endurbótastarfi innan flokksins.
- Mínusar: Aldur og kyn. Ekki gert upp styrkjamál sín. Tapað tvisvar kosningum í æðstu embætti Fokksins, varaformennsku og formennsku. Ekki náð að vinna flokkinn upp í kjördæminu. Ólíklegur framtíðarleiðtogi.
- Ólöf Nordal
- Farin.
- Pétur Blöndal
- Plúsar: Alltaf ferskur og nýr. Sannfærður kapitílisti. Óhræddur að hugsa út fyrir kassann.
- Mínusar: Aldur og kyn. Flokkurinn hefur aldrei treyst honum til forystu. Hversvegna?
- Ragnheiður Elín
- Plúsar: Ung og kraftmikil – stundum um of finnst mörgum. Fyrrverandi þingflokksformaður.
- Mínusar: Ekki í náðinni hjá núverandi forystu Flokksins.
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir
- Plúsar: Fullt af þeim. Nýtur trausts langt út fyrir raðir Flokksins
- Mínusar: Aldur og hefur líklega ekki áhuga. Ólíklegur framtíðarleiðtogi.
- Tryggvi Þór Herbertsson
- Plúsar: Fullur sjálfstrausts og trú á flokkinn. Skemmtilegur gaur.
- Mínusar: Kyn. Efnahagsráðgjafi Geirs, Askar-Capital o.fl. Ekki líklegur framtíðarleiðtogi.
- Unnur Brá Konráðsdóttir
- Plúsar: Ung, baráttuglöð og skeleggur talsmaður Flokksins.
- Mínusar: Fáir.
- Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
- Plúsar: Fyrrverandi varaformaður. Skeleggur talsmaður Flokksins. Höfðar til breiðs hóps Flokksmanna. Þykir góð í samstarfi.
- Mínusar: Draugar fortíðar. Ósanngjarnt að mörgu leiti en samt til staðar.
Af þessu má sjá að þinglið sjálfstæðisflokksins er all nokkuð laskað og fáir þar sem þykja líklegir til forystu. Úr þessum hópi kemur helst til greina að Unnur Brá Konráðsdóttir hefjist til vegs og virðingar innan Flokksins sem næsti varaformaður hans og framtíðarleiðtogi. Sem væri alls ekki svo vitlaust af Flokknum að gera enda hæfileikaríkur stjórnmálamaður á ferð sem á framtíðina fyrir sér ef Flokkurinn vill nýta sér það.
Mín spá er hinsvegar sú að nýr varaformaður Flokksins sé ekki enn sestur á þing. Flokkurinn mun leita hans í nýjum frambjóðendum sem eiga öruggt sæti víst í næstu kosningum.
Það eru einfaldlega ekki nægilega frambærilegir þingmenn til staðar í dag í embættið.