Pólitíska umræða einkennist að mörgu leiti af átökum um hvort ætlunin er að láta gamlar hefðir og vinnulag standa eða hreyfa okkur áfram til nýrri tíma. Dæmi um þetta eru ummæli Gunnars Helga Kristinssonar sem telur að ráðherra sem tjáir sig um fundi ríkisstórnar eða hafi fyrirvara við einstakar ákvarðanir skuli víkja úr embætti. Þau auðvitað séu grensur á því hvað langt ráðherrar í ríkisstjórn geti gengið einstökum stefnumálum stjórnarinnar er fráleitt að halda því fram að þeir hinir sömu skuli víkja ef þeir hafi fyrirvara við einstök mál. Þannig viðhöldum við hinum gömlu leikreglum sem fengu svo harða gagnrýni í kjölfar Hrunsins. Það er ekki ætlunin. Heldur þvert á móti er ætlunin að opna umræðuna og gera ákvarðanir og ferli þeirra gegnsærri en áður þekktist.
Annað nýlegt dæmi um að gamli tíminn lifir enn góðu lífi eru ummæli Ragnheiðar Elínar Árnadóttur sem segist óánægt með ákvörðun formannsins um að víkja sér úr embætti þingflokksformanns. Undir þetta taka svo stofnanir og félög flokksins sem tala öll um ákvörðun formannsins. Innan veggja þess flokks hefur ekkert breyst hvað þetta varðar, formaðurinn ræður og formaðurinn tilkynnir um ákvörðun sína. Ákvörðun formannsins er endanleg.
Pólitísk aftaka Ragnheiðar Elínar Árnadóttur og endurvinnsla Illuga Gunnarssonar í gær er skýrast dæmi um að gamli tíminn lifir enn góðu lífi í Flokknum og gefur vísbendingar um hvernig hann mun fara með vald, verði honum falið það. Foringinn tilkynna um ákvarðanir sínar og honum verður gegnt - skilyrðislaust.
Vofur fortíðar eru víða á sveimi.