Fyrir rúmum þrem árum var skattkerfið á Íslandi eitt það óréttlátasta og ónýtasta í hinum vestræna heimi. Flattur skattur á laun óháð launaupphæð, fjármagnstekjuskattur sá lægsti á byggðu bóli og fyrirtækja skattur sömuleiðis. Hinum efnameiri var hyglað á kostnað annarra. Skattbyrðin jókst á lægri laun og minnkaði á hærri laun. Jafnvel skattkerfið í bandaríkjunum stóðst ekki ójöfnuð á við það íslenska. Þegar á reyndi var það svo fullkomlega ónýtt til að afla ríkissjóði þeirra tekna sem til þurfta til að reka samfélagið.
Nú stíga tveir helstu talsmenn sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum fram og leggja til lágan flatan launaskatt á öll laun. Lægri en þekkist á byggðu bóli. Þeir kallað það hinn fullkomna jöfnuð. Þeir virðast vera tilbúnir til að endurtaka leikinn þrátt fyrir afleiðingarnar sem það kostaði okkur.
Þeir hafa engu gleymt.
Það sem verra er – þeir hafa ekkert lært.