Siðlaus okurlánastarfsemi

Svokölluð smálán er okurlánastarfsemi sem fyrst og fremst er otað að ungu og efnalitlu fólki. Gerðar hafa verið atlögur að því að koma böndum á þessa starfsemi sem enn hafa ekki borið tilætlaðan árangur. Þvert á móti þá vex þeim fyrirtækjum fiskur um hrygg sem stunda slíkan bissness. Smálán í því formi sem hér þekkjast eru óásættanleg í íslensku samfélaga. Arfur þess gamla tíma sem allt sem ekki var hreinlega bannað þótti gott og gilt óháð öllu öðru.

Það er nauðsynlegt að stöðva slíka á lánastarfsemina sem hér um ræðir og það verður gert.