Ólafur Ragnar Grímsson hefur notið samvista við margan manninn á ferðum sínum um heiminn í forsetatíð sinni. Hefur þar frekar verið lögð áhersla á magn en gæði fylgarliðsins af hans hálfu. Upphaf ferða hans er hinsvegar alltaf þannig að honum er fylgt til flugs af handhöfum forsetavalds hverju sinni eins og fram hefur komið. Þetta er auðvitað hlægilegur hégómi af hálfu forsetans sem heldur fast í þetta úrelta og hallærislega fyrirkomulagi.
Það hefur hinsvegar farið minna fyrir því að tíðar utanferðir forsetans kosta líka sitt (fyrir utan ferðir og gistingu) þar sem handhafar forsetavaldsins eru á ágætis launum í afleysingastarfinu á meðan forsetinn ferðast um heiminn. Á síðasta ári má reikna með að þessi kostnaður einn og sér hafi verið um 10 milljónir króna vegna ferðalaga Bessastaðabóndans. Þær greiðslur á auðvitað að fella niður eins og Árni Þór Sigurðsson lagði til á síðasta þingi. Það er hinsvegar ekki eins auðvelt og ætla mætti vegna ákvæða í stjórnarskrá þar um. Það er hinsvegar full ástæða til að láta á þetta reyna á næsta þingi.
Svo má auðvitað reyna að hala inn fyrir þessum greiðslum, t.d. með því að forsetafrúin góða greiði gjöld af auði sínum til íslensku þjóðarinnar.
Kannski forsetinn færi það í tal við sína kæru í næsta koddahjal þeirra hjóna?