Álagningu gjalda ársins er nú lokið og aðgengileg á heimasíðu skattsins. Niðurstöðurnar sýna og staðfesta enn frekar enn áður þann mikla viðsnúning sem orðið hefur í afkomu heimilanna í landinu sem og að aðgerðir ríkisstjórnarflokkanna við tekjuöflun og jöfnun í samfélaginu hefur borið mikinn árangur.
Hér koma nokkur dæmi um það:
- Stuðningur ríkisins við íbúðareigendur nemur þannig samtals 14,6 milljörðum, sem er yfir fjórðungur af heildarvaxtakostnaði heimila í landinu vegna íbúðarkaupa.
- Framteljendum við álagningu 2012 fjölgar um 0,4% á milli ára og eru 261.764.
- Skattstofnsins var aflað af tæplega 238 þúsund manns og hefur fjölgað um 0,1% í þeim hópi sem nú er orðinn jafn fjölmennur og við álagningu 2009.
- Álagningin hefur aukist um 6,5% á milli ára og fjöldi gjaldenda um 3,1%.
- Samanlögð álagning almenns tekjuskatts og útsvars nemur 228,0 milljörðum króna og hækkar um 13,5% frá fyrra ári. Til samanburðar jókst álagning þessi um 1,4% 2010-2011.
- Tekjuskatt í efsta þrepi greiða tæplega 11 þúsund framteljendur, samtals 2,7 milljarða í skatt til viðbótar við það sem greitt er í neðri þrepunum.
- Samtals eru dregnir rúmir 1,4 milljarðar frá tekjuskattstofni á grundvelli 18.737 framtala vegna frádráttar við viðhald húsnæðis
- Álagður fjármagnstekjuskattur einstaklinga nemur 10,3 milljörðum króna og hækkar um 1,4% milli ára
- Auðlegðarskatt greiða nú 5.212 aðilar (3.101 fjölskylda), samtals 5,6 milljarða, sem er tæplega 17% aukning á milli ára.
- Viðbótarauðlegðarskattur var lagður á 4.134 gjaldendur (2.360 fjölskyldur). Álagningin, sem fór fram eftir reglum fyrra árs og með þeim mörkum sem þá giltu, nam 2,4 milljörðum, sem er ríflega 38% aukning á milli ára.
- Framtaldar eignir heimilanna námu 3.611 milljörðum króna í lok síðasta árs og höfðu þær aukist um 4,2% frá fyrra ári.
- Nettóeign heimila, skilgreind sem heildareignir að frádregnum heildarskuldum, nam 1.851,7 milljörðum um áramótin og hafði þar með aukist um tæp 17% á milli ára.
- Framtaldar skuldir heimilanna námu alls 1.759 milljörðum króna í árslok 2011 og höfðu dregist saman um 6,3% milli ára.
- Framtaldar skuldir vegna íbúðarkaupa námu 1.124 milljörðum króna sem er 2,4% samdráttur á milli ára.
- Eigið fé heimila í fasteign sinni er nú að jafnaði 54% af verðmæti þeirra sem er nokkuð hærra hlutfall en við álagningu 2011 þegar hlutfall þetta datt í fyrsta sinn undir 50%.
- Nettóeign heimila, skilgreind sem heildareignir að frádregnum heildarskuldum, nam 1.851,7 milljörðum um áramótin og hafði þar með aukist um tæp 17% á milli ára