Alþingi samþykkti í dag með 29 atkvæðum gegn 13 að heimila fjármálaráðherra að fjármagna gerð Vaðlaheiðarganga. Þar með er ekkert því til fyrirstöðu að hefjast handa við verkið. Þetta er mikið fagnaðarefni jafnt fyrir íbúa á norðurlandi sem og landsmenn alla enda augljósir allir þeir góðu kostir sem fylgja bættum samgöngu af því tagi sem hér um ræðir.
Það vakti hinsvegar óskipta athygli í dag að forystusveit sjálfstæðisflokksins lagðist öll gegn fjármögnun Vaðlaheiðarganga, að öðrum varamanni flokksins undanskildum. Formaður sjálfstæðisflokksins og varaformaður ásamt formanni þingflokksinsins og fjölda þingmanna voru á rauða takkanum í atkvæðagreiðslu um þetta mikilvæga mál.
Hvað sem því líður þá fara framkvæmdir að hefjast með tilheyrandi umsvifum á svæðinu sem við hin hljótum að fagna.
Sjálfur er ég þess fullviss að hér sem um afar gott verkefni að ræða sem muni greiðast upp af tekjum af umferð þrátt fyrir efasemdaraddir þar um frá einstaka aðilum.
Verkefnið „Vaðlaheiðargöng“ sem drifið hefur verið áfram af norðlendingum er komið í höfn.
Það er fyrir öllu.