Þegar Ólafur Rangar hefur lokið næsta kjörtímabili sínu sem forseti þjóðarinnar verður hann kominn í hóp þeirra forseta sem setið hafa hvað lengst í embætti um veröld víða. Sem stendur er hann í 21. sæti þaulsetinna forseta, næst á undan forsetanum í Kongó og næstur á eftir kollega sínum í Gambíu. Eftir næsta tímabil verður Ólafur Ragnar líklega kominn ofar á listann, þó auðvitað megi búast við því að fleiri forsetar á hans róli vilji bæta einhverjum forseta árum í starfsferliskránna. Þá verður Ólafur Ragnar búinn að sitja jafn lengi og forsetar Eþíópíu, Erítreu og Tajikistan en aðeins skemur en forsetarnir í Chad, Súdan, Kazakhstan og Uzbekistan hafa setið í dag.
Svo veit enginn hvað gerist í framhaldinu.
Kannski eignumst við heimsmeistara í forsetaembætti.
Það væri ekki ónýtt fyrir hnípna þjóð í vanda.