Síðasta vika þingsins hefur í stórum dráttum verið með eftirfarandi hætti:
Þingmenn fóru heim í helgarfrí föstudaginn 25. maí. Þriðjudaginn 29. maí var þingfundur í 2 klukkutíma á meðan eldhúsdagsumræður stóðu yfir. Þingmenn mættu svo úthvíldir eftir fjögurra daga frí á miðvikudeginum og líklegir til stórræðanna. Það fór þó þannig að þeir trítluðu heim upp úr kvöldmat sælir og ánægðir. Á fimmtudeginum lauk þingfundi svo síðari hluta dags og vel fyrir kvöldmat gengu þingmenn svo brosandi út í sólinni eftir rólegan dag á þinginu. Í gær virtust þingmenn ætla að taka á sig rögg í umræðu um veiðigjöld, enda ekki seinna vænna fyrir helgina. Þeir héldu hinsvegar aðeins út rétt fram yfir miðnætti þegar upp var staðið. Þá voru enn 17 þingmenn á mælendaskrá.
Sem sagt: Eftir fjögurra daga helgarfrí tókst þingmönnum að halda sig við vinnu í þrjá dagparta og einn heilan dag áður en næsta helgarfrí tók við.
Ég er ekki viss um að svona vinnulag væri tekið gilt um borð á einhverju þeirra skipa sem nú eru á leið til hafnar til að fagna sjómannadeginum.