Það er erfitt að spila vörn. Varnarmistök eru oft afdrifarík og geta skipt sköpum um úrslit leikja. Vörnin opinberar því veikleika liða umfram annað.
Þetta á líka við í stjórnmálum. Það kemur fram í því þegar stjórnmálamenn koma sér undan rökræðunum og fara frekar í manninn en málefnin. Formaður sjálfstæðisflokksins opinberaði þannig í hádegisfréttum að veikleiki flokksins er lélegt vörn. Það gerði hann með því að koma sér undan málefnalegri rökræðu og kalla pólitíska andstæðinga sína vitleysinga.
Bjarni Benediktsson skoraði því pólitískt sjálfsmark með þeim ummælum sínum.