Samherja skjall

Í dag náðist samkomulag á þinginu við stjórnarandstöðuna um að ljúka umræðum um  þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Þegar umræðunni lauk seinnipartinn í dag hafði hún staðið nær linnulaust yfir frá því síðasta miðvikudag. Á móti samþykktu stjórnarliðar að vísa frumvarpi um náttúruvernd (akstur utan vega o.fl.) til nefndar aftur.

Ég nenni ekki að leggjast yfir það hvað margir klukkutímar eru að baki í ræðuhöldum og sýndarandsvörum (samflokksmenn svara hver öðrum) eða fundarstjórn forseta. Veit bara að það var allt of mikið af öllu í þeim efnum og miklum tíma sóað til lítils.

Annars  notaði Halldór Blöndal annað og skemmtilegra orð yfir sýndarandsvörin þegar hann var forseti þingsins auk þess að hafa skýra afstöðu til slíkra ræðuhalda að öðru leiti.

En hvað um það. Samkomulag náðist um að ljúka málinu og greidd verða atkvæði um það á fimmtudaginn kl. 11:00.

Sem sagt: Niðurstaða dagsins er að þjóðin fær að segja álit sitt á tillögum um nýja stjórnarskrá og frumvarp um akstur utan vega o.fl. verður skoðað betur.