Pörun er algeng á Alþingi. Sérstaklega er þó algengt að parað sé út. Sem þýðir að stjórnarandstaða og stjórnarliðar hverju sinni sjá til þess að hið pólitíska hlutfalla haldi sér í atkvæðagreiðslum þó forföll verði í öðru hvoru liðinu. Þannig sjá þingmenn til þess að verja lýðræðislega niðurstöðu kosninga um valdahlutföllin á þinginu. Þannig nýtur hvorki stjórnin þess í mikilvægum málum að ná sínu fram ef viðurkennd forföll eru hjá stjórnarandstöðunni og stjórnarandstaðan notfærir sér ekki forföll í stjórnarliðinu í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að meirihlutinn nái sínu fram. Þannig gerðist það t.d. í atkvæðagreiðslum í þinginu í morgun í atkvæðagreiðslu um tillögu um skipan stjórnarráðsins sem hefur verið mjög umdeilt mál eins og allir vita.
Alþingi getur því líka verið eins og hvert annað kærleiksheimili þegar sá gállinn er á mönnum!