Rétt ákvörðun Alþingis að ákæra Geir

Dómur Landsdóms yfir Geir H Haarde í dag undirstrikar að það var full ástæða til þess af hálfu Alþingis að höfða mál á hendur hinum. Alþingi

byggði þá ákvörðun sína á niðurstöðu Rannsóknarskýrslu Alþingis (bls.46) og síðar sérstakrar þingmannanefndar undir forystu Atla Gíslason sem lagði til ákærurnar. Landsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að Geir hafi brotið gegn 17. gr. stjórnarskrár lýðveldisins um skyldu til að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni. Þar með má líka segja að þeir ráðherrar sem hefðu átt að hafa upplýsingar um stöðu mála í aðdraganda Hrunsins en höfðu ekki vegna þess að Geir uppfyllti ekki skyldur sínar, séu þar með fríir af þeim málum.

Dómurinn hlýtur að vera áfall fyrir þá sem reyndu með öllum ráðum að koma í veg fyrir að Landsdómur lyki störfum sínum. Niðurstaða dómsins sýnir að það hefði verið kolröng ákvörðun.

En hvað um það.

Landsdómur hefur í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar kveðið upp dóm um ábyrgð ráðherra. Dómurinn sýnir að það var full ástæða fyrir málarekstrinum af hálfu þingsins og það verður ekki frekar deilt.