Þingmenn sjálfstæðisflokksins eru óragir við að taka sér stöðu í erfiðum málum. Þeir eru oft sjálfum sér samkvæmir og láta sig lítið varða um heiður sinn eða æru í þeim efnum ef því er að skipta og hagmunir Flokksins krefjast þess. Þetta höfum við oftsinnis séð í gegnum tíðina þegar kemur að stórum málum sem skipta samfélagið miklu máli. Nýlegt dæmi um þetta er einörð andstaða þeirra við að þjóðin fái að koma að mótun nýrrar stjórnarskrár sem þeir náðu að koma í veg fyrir að yrði á síðustu dögum þingsins fyrir páska.
Nú hafa fulltrúar Flokksins í atvinnuveganefnd tekið sér stöðu í öðru umdeildu máli sem þjóðin lætur sig miklu varða, þ.e. stjórn fiskveiða og veiðigjaldi. Þar hafa þeir stillt sér upp við hliðina á endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte (sem sumir eru farnir að kalla DeLÍÚtte) sem hefur árum saman verið í framvarðarsveit þeirra sem vilja verjast breytingum á stjórn fiskveiða og lagt nokkuð á sig á þeim vettvangi eins og sjá má hér, hér og hér svo dæmi séu tekin. Reyndar ekki skilgreind verksvið fyrirtækisins ef marka má heimasíðu þess en látum það liggja á milli hluta.
Þingmenn Flokksins beina nú spjótum sínum að þeim sem leyfa sér að efast um ágæti útreikninga endurskoðunarfyrirtækisins og krefjast þess að þeir sem hafa hallað orði að þeim verði umsvifalaust kallaðir fyrir þingnefndina þar sem þeir verði krafðir skýringa og orðum sínum.
Þeir mega eiga það þingmenn Flokksins að þeir eru húsbóndahollir sínum trúir þegar á þá reynir.