Þóra Arnórsdóttir er ein af fjölmörgum frambjóðendum til forseta Íslands. Hún þykir hæf til verksins að sögn þeirra sem til þekkja.
Helgi Seljan samstarfsmaður hennar á RÚV segir t.d. að hún sé engin bullshit gella sem er örugglega kostur við hana og svo hafa einhverjir sagt hana vera bæði gáfaða og skynsama sem eru sjálfsagt ekki síður hæfileikar sem forseti þarf að búa yfir í einhverjum mæli svo vel fari.
Það sem gæti hinsvegar orðið til þess að ég myndi til viðbótar við allt annað velja Þóru Arnórsdóttur sem forseta - er karlinn hennar. Það væri eitthvað svo ansi skemmtilegt og til vitnis um nýja tíma að maki næsta forseti væri ofsóttur af þeim sem báru fram þá hugmyndafræði sem núverandi forseti dásamaði svo mjög í sinni tíð.
Kannski verða forsetakosningarnar enn ein birtingarmynd uppgjörsins við fortíðina sem við viljum mörg hver segja skilið við með þá Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar á öðrum vængnum og Þóru og Svavar á hinum.
Það myndi auðvelda mér lífið verulega að standa frami fyrir því að velja á milli Guðna eða Svavars.