Sjálfstæðisflokkurinn tók við stjórn landsins sumarið 1991, fyrst í samstarfi við Alþýðuflokkinn, síðar framsóknarflokkinn og að lokum með Samfylkingunni. Á þeim tíma fór flokkurinn með völdin í öllum veigamestu málaflokkum landsins, mennta, - fjármála- og forsætisráðuneyti svo dæmi séu tekin. Þegar tæplega 18 ára látlausri stjórnarsetu sjálfstæðisflokksins lauk í byrjun árs 2009 var efnahagslíf landsins rjúkandi rúst. Atvinnulífið sömuleiðis. Heimilin sömuleiðis. Orðspor landsins sömuleiðis.
Formaður sjálfstæðisflokksins hélt ræðu á flokksráðsinsfundi um helgina þar sem hann segir að án sjálfstæðisflokksins stefni í upplausn á Íslandi.
Hvað er hægt að segja við svona ræðuhöldum?