Fréttaflutningur af Landsdómi er sá helstur að helstur að vitni telja að fyrrum forsætisráðherra landsins, sá sem sætir ákærum vegna Hrunsins, hafi ekkert getað gert til að forða bönkunum frá falli.
Þetta vita allir. Það þarf ekki að spyrja að þessu. Flest vitnin og meira að segja sá ákærði vissu strax árið 2006 og jafnvel fyrr að bankarnir voru ónýtir og þeim yrði ekki bjargað.
Spurningin er hvort sá ákærði og aðrir æðstu stjórnendur landsins hafi gert eitthvað til að draga úr tjóninu sem blasti við að myndi lenda á herðum almennings löngu fyrir Hrun. Og þá hvað þeir gerðu - ef eitthvað og hvaða áhrif það hafði – ef einhver.
Þetta er það sem við þurfum að fá að vita.