Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis er farið nokkuð ítarlega yfir orsök og aðdraganda Hrunsins haustið 2008. Þar má finna margskonar ummæli sem vöktu furðu á sínum tíma í ljósi atburða og vekja í raun enn furðu. Meðal þess eru ummæli starfsmanna Seðlabankans sem voru allir sammála um að það hafi verið of seint að bjarga nokkru strax árið 2006 og jafnvel fyrr. Samt hélt darraðardansinn áfram sem aldrei fyrr með stuðningi og hvatningu stjórnvalda.
Dæmi um ummæli sem finna má í skýrslunni hvað þetta varðar:
Sturla Pálsson, fram kvæmdastjóra alþjóða og markaðssviðs Seðlabankans:
„Síðan förum ég og Davíð Oddsson út til London í febrúar 2006 og tökum þennan venjulega fundahring og þar erum við bara teknir og rassskelltir í rauninni.“
Arnór Sighvatsson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands:
„Líklega var það orðið of seint árið 2006, vegna þess að ef þú grípur til slíkra tækja þegar bankarnir eru orðnir svona stórir og eru komnir í vanda að þá getur þú fellt bankann með því.“
Davíð Oddsson aðspurður hvort Seðlabanki Íslands hefði gert eitthvað til þess að hafa áhrif á stærð bankanna:
„Ekki öðruvísi en í almennum umræðum við bankastjórana …“
Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri:
„Eiríkur sagðist telja að einu skilaboðin sem Seðlabankanum hefðu borist frá ríkisstjórninni hefðu verið að kanna möguleika á aukningu gjaldeyrisforðans.“
Mér fannst menn sleppa vel frá þessum þætti málsins fyrir Landsdómi.