Í umræðum á Alþingi í dag ræddi Jón Gunnarsson um mótmælin sem fram fóru á Austurvelli og um allt land veturinn 2008/2009 og urðu að lokum til þess að ríkisstjórn sjálfstæðisflokksins fór frá völdum. Jón, eins og aðrir sjálfstæðismenn vilja ekki trúa því að fólkið í landinu hafi snúist gegn þeim af fúsum og frjálsum vilja heldur að fólkinu hafi verið stýrt í gegnum GSM síma af þingmanni eða þingmönnum sem þó eru ekki nefndir á nafn. Jón fór frjálslega með í ræðu sinni, vægast sagt og fékk af þeim sökum fram í köll úr sal þar sem hann var beðinn um að hætta að ljúga. „Hættu þessum lygum, Jón Gunnarsson“ var hrópað í þrígang undir ræðu þingmannssins.
En það dugði ekki til. Jón hélt bara áfram.
Eftir stendur spurningin um hvað forseti Alþingis getur gert til að stöðva þingmann sem tekur ekki leiðsögn úr þingsal um að hætta að ljúga.