Þrennt um það að segja ...

Bensínverð er hátt og verður hátt til framtíðar. Þetta vita allir – eða hér um bil allir. Sjálfstæðismenn á Alþingi hafa lagt fram tillögu á Alþingi um að ríkið greiði niður verð á bensíni og olíu þannig að það verði aldrei hærra 200 krónur. Breytir þar engu um hvort heimsmarkaðsverð hækkar (sem það mun gera) eða hvort íslensku söluaðilarnir hækki sitt framlag af seldum lítra (sem þeir munu gera.) 200 kall og ekki krónu hærra segja íslenskir sjálfstæðismenn. Þó varla nema fram yfir næstu kosningar eða svo.

Með þessu ætla snillingarnir að hækka ráðstöfunartekjur heimila, auka einkaneyslu, lækka vöruverð, styrkja landsbyggðina, lækka flutningskostnað, efla ferðamannaiðnaðinn, lækka skuldir heimila og fyrirtækja og auka hagvöxt.

Um þetta er aðeins þrennt að segja:

Lýðskrum.

Lýðskrum.

Lýðskrum.