Seglum hagað eftir vindi

Þeir mega eiga það félagar mínir í sjálfstæðisflokknum að þeir eru yfirleitt auðlesnir og skýrir í framsetningu mála sinna. Það vefst yfirleitt ekki fyrir neinum hvað þeir vilja. En svo skripla þeir stundum á skötu í þeim efnum eins og sjá má á mismunandi yfirlýsingum þeirra um skuldamál heimilanna að undanförnu.

Tryggvi Þór Herbertsson telur ekki vera hægt að fara í flatan niðurskurð skulda á meðan Kristján Þór Júlíusson telur það vel færa leið og Illugi Gunnarsson segir það í besta máta mjög umdeilanlega aðgerð.

Það virðist því hver þeirra haga seglum eftir vindi þegar að erfiðu málunum kemur.