Alvarlegar afleiðingar af því kunningja- og klíkusamfélagi sem innleitt var hér á landi á sínum tíma undirforystu sjálfstæðisflokksins eru enn að koma í ljós. Helmingur dómara í Hæstarétti hefur nú lýst sig vanhæfa til að dæma í sakamáli tengdu Hruninu – vegna kunningsskapar við hinn ákærða.
Það segir meira en margt annað um hvernig sjálfstæðisflokknum tókst að bora sig inn í stjórnkerfið allt í valdatíð sinni, þegar sjálfur Hæstiréttur er að hálfu ófær um að dæma í brotamálum Hrunsins.
Flokkurinn eru undir og yfir og allt um kring – jafnt á sakamannabekknum og dómarasætinu.