Alþingi hefur í gegnum tíðina fóstrað marga góða skákmenn og þá ekki síður skákáhugamenn. Þekktastur skákmanna er án efa Friðrik Ólafsson sem var lengi skrifstofustjóri þingsins en hann var á sínum tíma fyrsti íslenski stórmeistarinn. Kunnasti skákmaður þingsins í dag er Guðfríður Lilja Grétarsdóttir sem er margfaldur Íslandsmeistari í skák og var um tíma sömuleiðis forseti Skáksambandsins. Halldór Blöndal, Guðmundur Jaki, Össur Skarphéðinsson eru síðan þekktir áhugamenn úr hópi þingmanna fyrr og nú ásamt mörgum fleirum.
Refskák er svo annað fyrirbrigði, heldur fornra og nú á dögum oftast notað í yfirfærði merkingu, líkt og pólitísk refskák. Refskák er af mörgum talin erfiðari viðfangs en sú hefðbundna auk þess sem að geta haft mun afdrifaríkari áhrif í för með sér ef ekki er vel teflt.
Ég veit ekki hvort til eru einhver sannindi séu fyrir tengslum á milli skákhæfileika annarsvegar og færni í pólitískri refskák hinsvegar.
Ef svo er þá hljóta þau að vera byggt á erlendum rannsóknum.