Atli Gíslason fyrrverandi formaður þingmannanefndar sem lagði til að Alþingi hélt tilfinningaríka messíasarræðu í dag um tillögu formanns sjálfstæðisflokksins um að forða fyrrum formanni flokksins undan dómi. Hann telur í dag að þingmenn hafi verið í tilfinningalegu uppnámi þegar þeir samþykktu að ákæra formanninn fyrrverandi og varla í ástandi til að taka skynsamlegar ákvarðanir. Í það minnsta lýsti hann sínu eigin ástandi þannig þennan örlagaríka dag.
En var það þannig?
Skoðum það aðeins betur.
Atli var talsvert áberandi í fjölmiðlum á þessum tíma og til hans var almennt borið það traust að hann myndi standast álagið sem hann óneitanlega var undir sem formaður nefndarinnar. Hér segir m.a.: Spurður hvort honum þyki réttlátt að Geir sé einn dreginn fyrir landsdóm segir Atli: „Ég hugsaði einhvern tíma með sjálfum mér: Fjórir, enginn eða einn. Það er algengt í sakamálum að aðalmaður sé ákærður en aðrir ekki, án þess að ég vilji heimfæra það beint yfir á þetta," segir hann.
Semsagt. Atli hafði hugsað þá stöðu sem kom að lokum upp við afgreiðslu málsins og hann var búinn að móta sér skoðun á því hvað hann myndi þá gera. Enda er Atli lögmaður og gerir ráð fyrir öllu sem getur mögulega gerst og búið sig undir það. Þetta kom honum því ekkert á óvart og ákvarðanir hans mótuðust ekki af tilfinningalegu uppnámi, heldur ísköldu mati þrautreynds lögmanns.
Hér er frétt þar sem Atli segir m.a.: „Niðurstaða okkar byggist bara á því að það sem fram er komið er nægilegt og líklegt til sakfellis,“ segir Atli en áréttar að Alþingi er ekki dómstóll. Svo bætir hann við: „Ef í ljós kemur við meðferð málsins að ekki séu efni til að sakfella Geir Haarde kveðst Atli ætla að mæla fyrir tillögu þess efnis að ákæran verði dregin til baka.“
En það gerði hann aldrei. Hversvegna? kannski vegna þess að á öllum þessum tíma hefur ekkert slíkt komið fram sem kallað hefur á að draga málið til baka?
Og enn segir Atli í fjölmiðlum: „Atli Gíslason segir að ef þingið axli ekki þá ábyrgð sem á það er lögð í kjölfar bankahrunsins og dragi til ábyrgðar þá sem sýndu vanrækslu í aðdraganda þess, þá sé full ástæða til að boða til nýrra kosninga þannig að þingmenn endurnýi umboð sitt.“ Nú vill hann hætta við málið! Hversvegna? Hver er hin raunverulega ástæða?
Það er einnig athyglisvert í ljósi umræðunnar og afstöðu Atla á þinginu í dag að hann stóð að þessari ályktun þingflokks Vinstri grænna varðandi málið á sínum tíma.
Röksemdir Atla Gíslasonar formanns þingamannanefndarinnar (Atla-nefndin) í dag eru því byggðar á ósönnum forsendum.
Atli talar því gegn sjálfum sér.
Það verður fyrst list þegar menn komast upp með það gagnrýnislaust.