Álit gegn greiðslum?

Umfjöllun DV í dag um að virtir háskólaprófessorar taki við greiðslum af hálfu verjanda Geir H. Haarde og bökkuðu vörnina að auki uppi með „fræðilegum“ greinum þar um, er athyglisverð í meira lagi. Að ekki sé nú talað um hvort rétt er að hæstaréttardómari nátengdur sjálfstæðisflokknum sé sömuleiðis í bakvarðarsveit fyrrum formanns flokksins.

Áður hefur komið fram að Róbert R. Spanó prófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands hafi veitt verjanda Baldurs Guðlaugssonar fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu ráðgjöf við vörn þess manns.

Sé þetta með þessum hætti þá hlýtur trúverðugleiki lagadeildar Háskóla Íslands að falla til botns.

Sé það þannig að dómari við hæstarétt sé einn þeirra sem vinnur að vörn fyrrum formanns sjálfstæðisflokksins fyrir landsdómi, þá hlýtur að molna úr trúverðugleika réttarins.

Þessu hlýtur að vera fylgt nánar eftir.